mánudagur, maí 15, 2006

Ég verð að játa það.....ég er með anorexíu....
þetta er slæmt...ég veit það....en ég stíg skrefið fram og játa þennan veikleika.....
Alltaf þegar ég lít í spegil þá finnst mér ég vera feitur.

Annars.....svona að öðrum málum....ég veit ekkert hvað ég að að gera af mér í þessu fríi...ég er að fara í mat til mömmu og að vanda verður það gott.....

Ég verð einn heima grátandi að horfa á júróvision um helgina.....Logi er búinn að bjóða mér til hans að horfa á þetta...þannig að ég fer......ég er meira að sækjast eftir félagsskapnum en silvíu....
Reyndar ef ég myndi hitta silvíu...þá myndi ég rífa hana úr þessu gervi og löðrunga Ágústu Evu.....flokkast þetta ekki bara undir geðveiki...þegar ein manneskja er föst í einum persónuleika en er annar......? tja...maður spyr sig.

Svo var ég að kaupa mér ps2 nýja því sú gamla var gerð upptæk af árbæjarsafninu...ruddust inn og tóku tölvuná...ég grét en þeir hlógu...minntu mig á söguna um Önnu Frank.

látum okkur nú sjá........ég er að horfa á seríu nuna sem heitir two hand a half men......vá hvað hún er góð...ég hélt að þetta væri ekki svona fyndið...ég meina krakkinn í þessu er alveg met....og charlee sheen er þokkalega góður...hann fær alveg 9,5 í einkunn frá mér.....

jæja...ég hef ekkert meira að segja...nema ég vildi óska að ég væri eins cool og vanilla ice.

Og ein spurning að lokum...hvor haldiði að myndi vinna í slag....Silvía Nótt eða Tóti Tölvukall?