ok....ég persónulega held að marki mark myndi berja líftóruna úr vanilla ice...
Ég er að far að vinna rétt á eftir og ákvað að blogga smá áður...fór á myndina v for vandetta...eða v fyrir vandláta.....hún er svakalega góð og mæli ég með henni.
Elmar var að tengja hátalarana fyrir mig og stilla þeim upp...vá hvað þetta er allt annað :) var líka að spila lángt frameftir nóttu:)
Svo þessa 2 daga sem ég á frí, morgun og hinn...ættla ég að láta lítið á mér kræla og kannski ræna einn banka eða svo...
En....hvað um það...hornets eru á niður leið sem þýðir það að ég er ekki alveg eins ánægður og ég var í byrjun þessa tímabils.....en hvað um það ykkur er öllum sama um það....svo er ekkert nýtt að frétta hjá mér...ég ættla kannski að líta á nýju mel brooks myndina í kvöld með emma.....svo er það bara smá wow hjá mér......ég ættla að gera sem minnst þessa dagana kannski að líta á mömmu hver veit ég var nú búinn að lofa því og ég ættla mér ekki að svíkja hana...kellingar ugluna en áður en ég fer þá er ég með aðra spurningu.....hvor haldiði að hafi oftar leikið reiðan svartan mann........lawrence fishburne eða ice-t
Skráð af Gylfa klukkan 1:54 e.h. | |
Fyrirgefðu.....PANT!!!! er eitthvað að fara í taugarnar á mér þessa dagana:)
Var að kaupa mér nýjan skjá...hefði alveg eins getað fjárfest í nýjum bíl:)...
Svo lét ég smá minniskort fylgja pakkanum ásamt slatta af góðu minni:)
Svo er það bara Hörku vinna alla vikuna....og svo leikur á laugardagin.....JAZZ Vs KINGS
Verður hörkuleikur og er Finnur nokkur Gunnarsson búinn að boða komu sýna og verður mikið fjör þegar hann mætir:)
En annars er allt gott að frétta hérna...ég bara nenni yfirleitt ekki að blogga.....
Frétti samt að Fuglaflensan hefur stökkbreyst og borist í menn.....æ fleyri vakna upp með gæsahúð þessa dagana......
Annars spurði Beggvin mig aðþví um dagin hvað ég myndi gera ef ég myndi fá þetta stökkbreytta gen.....ég sagði að ég myndi einfaldlega fljúga til heitari landa........
Hvað um það.......ég er að reyna að lifa hollar í dag og það er að fara með mig....borða grænmeti og fisk...og svona....það er gott og allt það.....en manni langar alltaf í nammi....veit ekki hvað það er.....ég er kannski búinn að gúffa í mig heilli ekru af grænmeti og nokkrum kvótum af fiski og langar samt í súkkulaði...þetta er ekki eðlilegt......eða kannski er þetta eðlilegt :)
en...svona áður en ég fer........þá er spurning fyrir liðið sem er hugsanlega kannski að lesa þetta blogg.......hvor haldiði að myndi vinna í slagsmálum...marki mark eða Vanilla Ice??
Skráð af Gylfa klukkan 1:20 f.h. | |